*

Tíska og hönnun 11. júní 2018

Húsið úr „The Holiday" til sölu

Húsið úr jólamyndinni vinsælu „The Holiday" er til sölu á 12 milljónir bandaríkjadala.

Húsið úr jólamyndinni vinsæu „The Holiday" er nú til sölu á rétt tæpar 12 milljónir bandaríkjadollara. Þetta kemur fram í Business Insider

Húsið sem karakterinn sem leikinn er af Cameron Diaz á er afar glæsilegt. Það er sex herbergja, tveggja hæða höll og er staðsett við Orlando götu í San Marino, Californiu. 

Umrædd rómantísk-gamanmynd kom út árið 2006 og ásamt Diaz leika Jude Law, Jack Black og Kate Winslet aðalhlutverkin. 

Í frétt Business Insider ber að líta innan og utanhúss myndir af þessari glæsivillu.