*

Tíska og hönnun 14. október 2013

Húsið úr Blue Jasmine til sölu

Fallegt hús við ströndina í Tiburon í Kaliforníu er til sölu en húsið kom fyrir í kvikmyndinni Blue Jasmine eftir Woody Allen.

Fyrir alla alvöru aðdáendur Woody Allen og þá sérstaklega nýjustu myndar hans, Blue Jasmine, þá er hús sem kemur fyrir í myndinni til sölu.

Húsið er stórkostlega fallegt og útsýnið óviðjafnanlegt. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Það er á einni hæð með risastórri stofu og eldhúsi með útsýni yfir hafið.

Húsið er rúmlega 520 fermetrar og kostar 481 milljón króna. Sjá fleiri myndir og frekari upplýsingar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Woody Allen
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is