*

Tíska og hönnun 2. ágúst 2013

Húsið við gljúfrið

Í húsi sem var teiknað af verðlaunaarkitektum má horfa yfir heilt gljúfur og út á haf úr svefnherbergisglugganum.

Efst við Pottery Canyon er að finna eitt flottasta húsið í La Jolla í Kaliforníu. Húsið var hannað af arkitektastofunni Coffinier Ku Design sem hefur verið valin ein af fimmtíu bestu arkitektastofunum í New York af tímaritinu New York Spaces.

Lofthæðin er mikil og útsýnið yfir Pottery Canyon gljúfrið er magnað vegna þess að heil hlið á húsinu úr gleri.

Í húsinu er hugað að hverju einasta smáatriði þegar kemur að hönnun og frágangi.

Þegar húsið var teiknað var haft í huga að hafa það sem huggulegast  fyrir fjölskyldu en um leið líka fyrir móttökur og stór boð. Og það þykir hafa tekist vel upp.

Eldhúsið er opið og búið nýjustu græjunum en þar er líka hugguleg aðstaða fyrir fjölskylduna að borða saman. Svefnherbergin eru fjögur og í þeim öllum er fataherbergi og baðherbergi inn af. Út frá hjónaherberginu er hægt að ganga út á verönd og horfa bæði út á hafið og yfir gljúfrið.

Í auglýsingu frá fasteignasölunni segir að húsið bjóði upp á lífstíl „sem þig hefur alltaf langað til að lifa.“ Húsið er tæplega 400 fermetrar og kostar 476 milljónir króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Kalifornía