*

Hitt og þetta 27. júlí 2005

Hutchison gæti keypt Formúlu-1

Talið er að Hutchison, eigandi breska fjarskiptafyrirtækisins 3, hafi áhuga á að kaupa öll réttindi Formúlu-1 fyrir einn milljarð dollara (65 milljarða íslenskra króna). Breskir fjölmiðlar greindu frá þessu um helgina, eftir að Formúlu-1 auðjöfurinn, Bernie Ecclestone, sagði frá því að fyrirtæki Hutchisons í Hong Kong hafi sýnt áhuga á að kaupunum. Fjölmiðlahluti Hutchisons, Tom Group, segir hinsvegar að enn sé of snemmt að segja nokkuð um samninga að svo stöddu.

Formúla-1 er í eigu eignarhaldsfélaginu Slec, sem er í eigu Ecclestone og þriggja banka, JP Morgan, Bayerische Landesbank og Lehman Brothers. Í dagblöðum helgarinnar var greint frá því að bankarnir séu tilbúnir að selja sína hluti í félaginu. Tom vill hinsvegar ekki bjóða í félagið fyrr en Ecclestone hefur lagt sína blessun yfir kaupin, en hann á 25% hlut í Slec og hefur verið lykilmaður í uppbyggingu Formúlu-1.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is