*

Hitt og þetta 20. febrúar 2014

Hvað annað hefði Facebook getað keypt fyrir milljarðana?

Fyrir þúsundir þúsunda milljóna króna er hægt að kaupa alls konar skemmtilegt. Eins og yfir milljón tígrisdýr í útrýmingarhættu og fleira gott.

Facebook hefur keypt fyrirtækið WhatsApp fyrir 19 milljarða dala. Hluthafar WhatsApp fá 12 milljarða dala greidda út í hlutabréfum í Facebook og 4 milljarða í formi reiðufjár. Það sem út af stendur verður greitt með hlutabréfum í Facebook sem hluthafar WhatsApp mega ekki selja í tiltekinn tíma. 

Á síðunni Gizmodo leika þeir sér að tölum og setja upphæðina í samhengi og velta því fyrir sér hvað hefði verið hægt að kaupa fyrir 16 milljarða dala.

Skoðum hvað fæst fyrir 16 milljarða dala eða rúmlega 1800 milljarða króna:

  • 64 Washington Post dagblöð. 
  •  Fimm og hálft Motorola fyrirtæki. 
  •  64 þúsund Virgin Galactic flug út í geiminn. 
  •  Fyrirtækið sem framleiðir Jim Beam og Maker´s Mark.
Stikkorð: Facebook  • WhatsApp