*

Hitt og þetta 5. desember 2013

Hvað áttu að gefa í jólagjöf? Hér er svarið

Vantar gjöf handa ömmu? Og litla frænda sem er eins árs? Ekkert mál, hér er leitarvélin sem finnur allt.

Á vef breska dagblaðsins The Guardian er stórkostleg leitarvél fyrir alla sem eru uppiskroppa með hugmyndir af jólagjöfum í ár.

Þú einfaldlega hakar við verðhugmynd og hverslags gjöf þú ert að leita að eða handa hverjum og upp koma tillögur að gjöfum.

Þó að varan, sem kemur upp í leitarvélinni, fáist ekki endilega á Íslandi þá geta allir fengið ágætis hugmyndir þarna.

Smellið hér og jólunum er bjargað. Gleðilega hátíð.

Stikkorð: Jólagjafir  • Gleði  • Örvænting