*

Tölvur & tækni 14. október 2012

Hvað ef Windows 8 kolfellur?

Mikil reynsla er komin á óútgefna stýrikerfið og því er ósennilegt að það hljóti sömu örlög og Windows Vista.

Mörgum eru örlög Windows Vista í fersku minni og því er ekki óeðlilegt að spyrjar hvað til bragðs skuli taka ef Windows 8 skyldi eiga í svipuðum vanda.

Það er raunar einstaklega ósennilegt, þar sem það er komin veruleg reynsla á stýrikerfið, en ef allt skyldi fara á versta veg geta menn einfaldlega haldið áfram að nota Windows 7 (eða Windows XP ef menn eru mjög fornir í skapi) þar til það koma úrbætur fyrir Windows 8 eða Windows 9 kemur út. Menn hafa reynsluna frá Vista og þó hún hafi verið leiðinleg, þá var hún ekki lamandi.

Þá er einnig athyglisverð sú leið sem talsvert af fyrirtækjum hafa farið í kerfismálunum á umliðnum árum. Þá eru leyfin fyrir nýjustu kerfunum keypt, en hryggjarstykkið á vinnustaðnum er síðasta kerfisútgáfa: Eiga leyfi fyrir Windows 7 en keyra Windows XP. Síðan geta menn leyft sér ýmsar útfærslur, látið nýjan vélbúnað nota nýja kerfið og þannig innleitt það hægt og hægt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Windows 8  • Windows Vista