*

Tölvur & tækni 1. september 2014

Hvað er 4K?

Nýja 4K-tæknin ryður sér til rúms í sjónvörpum og myndavélum.

Nýja 4K-tæknin er óðum að ryðja sér til rúms í sjónvörpum og myndavélum. Í einföldu máli stendur 4K fyrir upplausn upp á 2.160 pixla (4.096 x 2.160) en til samanburðar eru hefðbundin Full HD sjónvörp með upplausn upp á 1.080 pixla (1.920 x 1080).

Þegar eru komin á markaðinn hér heima sjónvörp með 4K-tækninni en að sögn Stefáns Loftssonar hjá Sjónvarpssmiðstöðinni eru þau dýr og eins og staðan er í dag nýtast þau fáum. Háskerpu útsendingar íslensku sjónvarpsstöðvanna séu aðeins í 720 pixlum og lítið framboð sé af bíómyndum og öðru sjónvarpsefni, sem fullnýtir hina nýju 4K-tækni. Hann segist þó fullviss um að þessi nýja tækni muni verða allsráðandi hér á landi eftir nokkur ár.

Stikkorð: Sjónvörp  • Myndavélar  • 4K