*

Hitt og þetta 14. maí 2013

Hvað gætu allir legókubbar heimsins byggt?

Ef allir legókubbar heimsins væru notaðir væri hægt að byggja ýmislegt. Hér koma nokkrar staðreyndir fyrir allt áhugafólk um Legó.

Síðan 1958 hafa 472 milljarðar legókubba verið framleiddir. Þó kubbarnir séu ekki stórir þá er 472 milljarðar ágætis tala.

Á vefsíðunni Gizmodo eru menn að pæla í því hvað hægt væri að byggja ef öllum legókubbum heimsins væri safnað saman.

Það væri til dæmis hægt að byggja 74 Empire State byggingar, 200 Buckingham hallir, 588 Taj Mahal og Hvíta húsið í Washington 2972 sinnum. 

Og ef 50 þúsund kubbar geta myndað 32 metra turn þá gætu 472 milljarðar byggt geimskip, eða brú út í geim. En það yrði aldrei hægt að byggja brú út í geim. En hugmyndin er góð. 

Stikkorð: Legó