*

Hitt og þetta 2. júlí 2013

Hvað gerir flugfarþega óþolandi?

Brjáluð börn, sætishallarinn og tíðar klósettferðir. Þetta eru allt hlutir sem ná inn á listann yfir top tíu hluti sem pirra fólk í flugferðum.

Við vitum öll hvað fer mest í taugarnar á okkur þegar við þurfum að sitja nálægt alls kyns fólki í flugvélum. Og það getur verið margt. En nú er sem betur fer búið að gera skoðanakönnun á því hvaða þættir í fari farþega eru mest óþolandi í flugi. Airlinesrating.com stóð fyrir könnuninni sem er birt á Stuff.co.nz í dag. 

Fyrir fólk sem er flughrætt er oft nóg að manneskjan við hliðina á þér sé í röndóttum bol og þú ferð að svitna úr stressi og vanlíðan.

En skoðum hvaða atriði náðu inn á topp tíu listann. Og þið sem hafið gerst sek um slíkan villingahátt, vinsamlegast lesið og lærið. Hér koma helstu atriðin sem gera flugfarþega óþolandi:

  1. Týpan með brjáluð börn.
  2. Týpan sem hallar sætinu alveg aftur, alla leið.
  3. Týpan sem lyktar.
  4. Týpan sem notar báða sætisarmana.
  5. Týpan með málæði.
  6. Týpan sem fer á klósettið á fimm mínútna fresti.
  7. Týpan með of mikinn handfarangur.
  8. Týpan sem hefur lesljósið á alla ferðina.
  9. Týpan sem ráfar um vélina allt flugið.
  10. Týpan sem dregur niður fyrir gluggann fyrir flugtak. 
Stikkorð: Flug  • Vonbrigði  • Örvænting