*

Ferðalög 14. október 2013

Hvað gerir flugvöll ömurlegan?

Biðraðir við öryggiseftirlit, enginn matur og fáar innstungur þykja ekki vandaðir hlutir á flugvöllum.

Á vefsíðunni Lonely Planet er grein um flugvelli. Fólk var spurt hvað það er sem gerir flugvelli alveg sérstaklega ömurlega. Og ekki stóð á svörunum:

Staðsetning: Það er enginn að ætlast til þess að flugvellir séu inni í miðjum borgum en þegar það tekur kannski tvær klukkustundir að komast til og frá flugvellinum með tilheyrandi kostnaði þá verður ferðalagið mjög þreytandi.

Flókið öryggiseftirlit: Fáliðað og óskipulagt öryggiseftirlit er eitt mesta böl flugvalla. Og öryggiseftirlitið rétt við hliðið, sem krefst þess að fólk hendi mat og drykkjum, er ekki vinsælt.

Engar Innstungur: Það er ótrúlegt að flugvellir skuli ekki þekja veggina af innstungum svo fólk geti sett tölvur og síma í samband.

Enginn matur eftir öryggishlið: Á sumum flugvöllum er enginn sala á mat eftir öryggistékkið. Það þykir alveg glatað. 

Alla greinina má lesa hér á Lonely Planet.

Stikkorð: Flugvellir  • Leiðindi  • Vesen  • Örvænting  • Horror