*

Hitt og þetta 10. október 2013

Hvað geturðu keypt fyrir milljarð dala?

Fólk sem liggur á milljörðum og veit ekkert hvað það á að kaupa ætti að halda áfram að lesa.

Á vefsíðunni Forbes er gagnleg grein með leitarvél sem leiðbeinir fólki um hvað það fær fyrir ákveðna upphæð.

Fólk einfaldlega dregur örina upp á eina milljón dali og velur síðan flokka eins og til dæmis húsnæði, báta, frí, íþróttir eða bíla og þá koma uppástungur að alls kyns skemmtilegu fyrir þá upphæð sem er valin.

Síðan má alltaf hækka upphæðina og draga örina upp í tíu milljónir dala og alveg upp í 10 milljarða dala og þá auðvitað æsast leikar í græjunum sem hægt er að kaupa sér.

Þetta er ágæt skemmtun fyrir alla, bæði þá sem eiga ekki krónu (alltaf hollt að skoða hvað þú munt aldrei eiga og telja þér um leið trú að peningar kaupi ekki hamingju) og einnig þá sem eiga pening því hver vill ekki láta beina sér í rétta átt, eyðslulega séð?

Stikkorð: Stuð  • Neysla  • Gaman  • Fjör