*

Hitt og þetta 26. febrúar 2013

Hvað kostar að láta hreinsa skyrtu í Reykjavík?

Ekki mikill verðmunur er á skyrtuhreinsun þegar verðið er kannað hjá nokkrum hreinsunum í Reykjavík.

Lára Björg Björnsdóttir

Þegar kemur að hreinsun á skyrtum er verðmunurinn ekki svo mikill hjá nokkrum hreinsunum í Reykjavík. Sú dýrasta kostar 580 krónur stykkið en ódýrasta býður hreinsun á 350 krónur séu skyrturnar þrjár.

Flestar hreinsanirnar, sem Viðskiptablaðið hafði samband við, opna snemma á morgnana eða um átta leytið og loka klukkan sex. Fáar hafa opið á laugardögum og engin á sunnudögum.

Hjá Úðafossi kostar hreinsun á skyrtu 440 krónur en verðið hækkar upp í 580 krónur sé hún hreinsuð samdægurs. Þeir hjá Úðafossi eru ekki með opið um helgar.

Hjá A. Smith kostar hreinsun á skyrtu 465 krónur á herðartré en 475 krónur sé hún pökkuð í plast. Þeir bjóða ekki upp á þjónustu samdægurs en yfirleitt er hægt að sækja skyrtuna klukkan fjögur daginn eftir. Þeir eru ekki með opið um helgar.

Svanhvít efnalaug bíður hreinsunina á 350 krónur skyrtuna, séu þær þrjár saman. Annars kostar stykkið 580 krónur. Svanhvít efnalaug er með opið á laugardögum frá 11 til 13.

Hreint og klárt býður hreinsun á skyrtu á 550 krónur. Stundum er hægt að fá afgreiðslu samdægurs en ekki alltaf. Þeir eru ekki með opið um helgar.

Stikkorð: Hreinsun  • Efnalaugar  • Fatahreinsun