*

Ferðalög 23. apríl 2013

Hvaða þjóðir eru heiðarlegustu ferðamennirnir?

Sumir stela aldrei neinu af hótelum á meðan aðrir skella sér á lampa eða jafnvel sængurföt.

Hotels.com gerði athugun á heiðarleika ferðamanna miðað við hvaðan þeir koma. Ýmislegt áhugavert kom í ljós.

Það er til dæmis mjög ólíklegt að ferðamenn frá Danmörku steli af hótelum á meðan ferðamenn frá Kólumbíu viðurkenna sjálfir að þeir yfirgefi hótel gjarnan með meira en þegar þeir tékkuðu sig inn.

Í könnuninni voru 8600 manns frá 28 löndum og borgum og spurt var um þjófnað á ferðalögum.

88% ferðamanna frá Danmörku sögðust aldrei hafa tekið neitt úr hótelherbergjum en aðeins 43% ferðamanna frá Kólumbíu sögðust aldrei hafa stolið neinu úr hótelherbergjum. 

Samkvæmt könnuninni eru Brasilíumenn heiðarlegastir Suður-Ameríkuþjóða, Hong Kong búar heiðarlegastir Asíuþjóða og ferðamenn frá Quebec í Kanada heiðarlegastir Norður-Ameríkuþjóða.

Algengustu hlutir sem ferðamenn stela úr hótelherbergjum eru tímarit og bækur. Sumar þjóðir eru hrifnari af sængurfötum og handklæðum á meðan Kínverjar eru þekktari fyrir að kippa með sér lömpum, klukkum og listmunum. Sjá nánar á CNN.

Hér má sjá listann eftir heiðarleika:

 • Danmörk 88%
 • Holland 85%
 • Noregur 84%
 •  Brasilía 81%
 •  Kanada (Quebec) 81%
 •  Hong Kong 81%
 •  Ítalía 80%
 •  Rússland 79%
 •  Tævan 78%
 •  Suður-Kórea 78%
 •  Argentína 77%
 •  Singapúr 77%
 •  Írland 75%
 •  Bretland 74%
 •  Sviss 73%
 •  Nýja Sjáland 73%
 •  Japan 73%
 •  Finnland 73%
 •  Þýskaland 72%
 •  Ástralía 72%
 •  Frakkland 71%
 •  Kanada (fyrir utan Quebec) 70%
 •  Bandaríkin 66%
 •  Kína 66%
 •  Svíþjóð 65%
 •  Spánn 64%
 •  Indland 62%
 •  Mexíkó 60%
 •  Kólumbía 43%

 

Stikkorð: Hótel  • Þjófar  • Ferðalög