*

Hitt og þetta 10. maí 2013

Hvar býr ríkasta fólkið í heimi?

Allir vita að ríkt fólk vill búa nálægt ríku fólki. Skoðum þær tíu borgir í heiminum sem geyma flesta millana.

Ríkt fólk heldur hópinn. Það er ekki gaman að vera eina týpan í götunni á Ferrari. Eða eiga eina húsið í hverfinu með bárujárn úr gulli. Svo, fólk sem á pening hópast gjarnan í sömu borgirnar. Og The Telegraph hefur tekið saman þessar tíu borgir þar sem flestir auðmenn heimsins búa. 

Væri ekki tilvalið að kíkja á þessar borgir í sumar fyrir ykkur sem viljið skoða ríkt fólk? Eða fyrir ykkur sem eigið pening og viljið breyta til? Hér kemur listi yfir þessar tíu borgir: 

  1. Tókýó, Japan. Auðmenn: 461.000.
  2. New York, Bandaríkin. Auðmenn: 389.000.
  3. London, Bretland. Auðmenn: 281.000.
  4. París, Frakkland. Auðmenn: 219.000.
  5. Frankfurt, Þýskaland. Auðmenn: 217.000.
  6. Peking, Kína. Auðmenn: 213.000.
  7. Osaka, Japan. Auðmenn: 190.000.
  8. Hong Kong. Auðmenn: 187.000.
  9. Sjanghæ, Kína. Auðmenn: 166.000. 
  10. Singapúr. Auðmenn: 157.000.

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Lúxus  • Auðmenn  • Borgir