*

Hitt og þetta 2. janúar 2014

Hvenær áttu að kaupa hvað?

Parkett og teppi eru ódýrust í janúar og gallabuxur í október, samkvæmt leiðarvísi um sparnað við innkaup.

Fólk getur sparað stórfé með því að kíkja á lista sem upplýsir nákvæmlega hvenær ódýrast er að kaupa alls konar vörur. Á vefsíðunni Lifehacker er að finna þennan stórgóða leiðarvísi sem er draumur allra neytenda sem vilja spara og vera hagsýnir.

Til dæmis eru bátar, gasgrill, loftkælingargræjur, brúðkaupsdót og vetrarföt ódýrust í janúar, febrúar og mars. Ef fólk er í ísskápshugleðingum er best að kaupa hann í maí og húsgögn eru að jafnaði ódýrust í júlí.

Og hvenær er best að kaupa kampavínið? Í desember af öllum mánuðum. Og ástæðan er áhugaverð vegna þess að þegar eftirspurnin er mikil er verðið lægra því að þá eru allar verslanir í samkeppni. Eins og gefur að skilja á þessi listi vitanlega um búðir í útlöndum. 

Stikkorð: Verslun