*

Tíska og hönnun 15. maí 2013

Hvernig það er að versla í IKEA, svona í alvörunni

Það getur verið frábært að fara í IKEA þegar þarf að innrétta íbúð en það getur líka verið stressandi, það vita þeir á Buzzfeed.com.

IKEA hefur sennilega reddað mörgum í gegnum tíðina þegar fylla þarf íbúð af húsgögnum. Verðlagið í búðinni er hagstætt og húsgögnin oft mjög smart og praktísk.

Hver kannast ekki við að fara í matarboð og hlusta á húsráðanda sem stendur sigri hrósandi fyrir framan töff hillusamstæðu og segir: „Nei, þetta er nefnilega ekki úr Epal heldur IKEA og ég setti hana saman sjálf(ur) og hún kostaði bara ekki neitt neitt.“

En þetta er ekki alltaf svona einfalt. Það veit fólk sem hefur verslað í IKEA. Það getur verið stressandi að finna rétt númer á mublunni, finna hana á lagernum, drösla henni heim og koma henni saman.

Buzzfeed hefur sett saman fyndnar hreyfimyndir af því hvernig það getur stundum verið að versla í IKEA. Fjörið má sjá hér

Stikkorð: Stress  • IKEA  • Taugaáfall  • Fjör