*

Tölvur & tækni 1. maí 2013

Hvernig er HTC One smíðaður? Myndband

HTC One snjallsíminn þykir fallegri en flestir keppinautarnir á farsímamarkaðnum.

Nýi HTC One snjallsíminn frá tævanska snjallsímaframleiðandanum HTC þykir einn sá fallegasti sem komið hefur á markaðinn til þessa. Sérstaklega þykir yfirbygging símans, álhulstrið sem tæknin situr öll í, vel heppnuð en hún er skorin út úr einu heilsteyptu álstykki.

Mun lengri tíma tekur að skera út hulstrið en það tæki að smíða það úr nokkrum aðskildum pörtum, en fagurfræðinnar vegna var ákveðið að fara þessa leið.

Í nýlegu myndbandi frá HTC er farið yfir hönnunar- og framleiðsluferlið á þessari fallegu græju.

Stikkorð: HTC  • HTC One