*

Ferðalög & útivist 12. mars 2020

Hvernig keyra eigi um á hálendinu

Ferðasíða ráðleggur ferðamönnum um hvernig ferðast eigi um F vegi hálendisins og varað við að þar liggi stundum ár yfir.

Ferðasíðan Matador fjallar um hvernig aka eigi um hina „viltu“ F vegi hálendisins og segist greinin innihalda allt sem ferðamaðurinn þurfi að vita til að geta skoðað þann stóra hluta landsins sem sé ekki aðgengilegur frá hringveginum.

F þjóðvegunum yfir Kjöl, og Sprengisand er svo lýst og hve erfiðir hver þeirra er fyrir sig í akstri, hvaða tryggingar þurfi til að geta farið þá og svo framvegis. Vegunum er lýst sem ómalbikuðum og fullum af holum og jafnvel klofnir sundur af ám, sem þurfi að vara sig á, sérstaklega eftir miklar rigningar.

Til að mynda er sagt ólöglegt að keyra hálendisvegina án þess að vera á bíl með drif á öllum hjólum, og síðan er bent á að ekki séu neinar bensínstöðvar á leiðinni og því betra að vera með aukabensín, alvöru kort og GPS mæli.

Bent er á að Kjalvegur, F35, sé einna auðveldasti vegurinn til að taka, en hann liggur frá Gullfossi að Blöndulóni, en á leiðinni sé hægt að stoppa við Hvítárvatn og Kerlingarfjöllin með sína snævi þöktu fjallstoppa og marglitu gróðurþekjur, auk Hveravalla sem eru við enda vegarins.

Kjalvegur er sagður einna vinsælastur því engin á liggi í gegnum hannn, en það eigi líka við um veginn um Kaldadal, þjóðveg 550, sem einnig liggi norður á bóginn frá Gullna hringnum.

Vegurinn að Landmannalaugum er jafnframt lýst sem meðal þeirra vinsælustu, þó sé ekki jafnauðveldur og hinir tveir. Síðan er lýst náttúrufriðlandinu að Fjallbaki með sínum bröttu dölum, fjöllum, hrauni og hverasvæði krýndum með Torfajökli.

Þangað séu þrjár leiðir færar, F208 frá norðri sem sé auðveldasta leiðin og ekki þurfi að keyra yfir neinar ár, en svo sé F225 frá vestri og svo F208 frá suðri, sem sé sú erfiðasta því þar sé hættuleg á sem þarf að fara yfir.

Síðan er það tekið sérstaklega fram að hálendisvegirnir séu ekki opnir allt árið, og kanna þurfi færð og veður sérstaklega áður en skipulagt sé að fara í ferðir um hálendið. Lesa má greinina í heild sinni á vef Matador Network.

Stikkorð: Sprengisandur  • hringvegurinn  • hálendið  • Torfajökull  • Kjölur