*

Ferðalög & útivist 19. desember 2013

Hvernig þú sérð norðurljósin, án þess að fara til Íslands

Huffington Post leiðbeinir lesendum hvernig þeir geta notið norðurljósanna, án þess að fara til Íslands.

Á Huffington Post er grein sem Ferðamálaráð Íslands er örugglega ekki sátt við. Greinin byrjar á því að segja lesendum að þeir þurfi ekki að fara alla leið til Íslands til að sjá norðurljósin.

Í greininni er rætt við ljósmyndarann Shawn Malone. Hún býr í einu af nyrstu fylkjum Bandaríkjanna, efri skaga í Michigan fylki. Malone hefur vakið athygli fyrir mjög fallegar myndir af norðurljósunum eins og sést á myndunum sem fylgja greininni

Reyndar er síðan myndagallerí neðst í greininni þar sem bent er á ýmsa staði í heiminum þar sem norðurljós sjást vel og þar er Ísland á blaði, en samt.