*

Hitt og þetta 30. júlí 2013

Hvers vegna verða flugslys?

Áhættusækni, fljótfærni og hroki eru ekki æskilegir þættir í fari flugmanna, samkvæmt nýlegri rannsókn bandarískra flugmálayfirvalda.

Helmingur allra flugslysa verða vegna mannlegra mistaka eða ákvarðana sem flugstjórar taka, samkvæmt bandarískum flugmálayfirvöldum eða US Federal Aviation Administration (FAA).

Ástæða þess að flugstjórar taka rangar ákvarðanir sem leiða til flugslysa er oft álag og áreiti vegna tæknilegra skilaboða, samskipta, tékklista og korta.

Í athugun sem flugmálayfirvöld í Suður-Afríku gerðu kom í ljós að of mikið sjálfstraust flugmanna, þegar veður eða lágflug á í hlut í bland við ófullnægjandi athuganir fyrir flugið, er hættuleg blanda og eykur líkur á flugslysum.

Í nýlegri könnun hjá FAA voru 4000 flugmenn skoðaðir. Í ljós kom að þeir sem voru líklegastir til að lenda í flugslysi sýndu merki um eftirfarandi:

  • Fannst reglur óþarfar
  • Flug- og ökusaga flugmannanna var svipuð þegar kom að brotum.
  • Áhættusækni og ævintýragirni.
  • Hvatvísir og fljótfærir.
  • Hrokafullir í garð flugfreyja, aðstoðarflugmanna, starfsfólks á flugvöllum og flugumferðarstjóra.

Sjá nánar á News24.com.

Stikkorð: Flugslys  • Örvænting  • Hætta