*

Veiði 11. ágúst 2012

Hvítvoðungar í stangaveiðifélag

Þegar átakið fór af stað voru 15 börn skráð í félagið en í dag eru félagarnir 4000 og þar af í kringum 400 börn

Í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur er starfrækt öflugt barna og unglingastarf til þess að sá hópur stækki innan félagsins. Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sagði að í kringum 1995 var ákveðið að leggja í átak til að efla þennan þátt.

„Líta á meira til þess að veiðin geti verið fjölskyldusport en ekki eingöngu feðurnir að veiða. Félagsgjöldin fyrir börn og maka voru
lækkuð verulega án þess að skerða réttindin neitt. Þau hafa þá sömu réttindi til að sækja um veiðileyfi og aðrir þó þau borgi lægri gjöld", segir Bjarni.

Bjarni segir félagið hafa tekið upp fræðsludaga og þá er boðið upp á 5 daga í Elliðaánum. Þá er æft undir leiðsögn færustu veiðimanna. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.