*

Bílar 27. júlí 2016

Hybrid bíll frá Kia

Í annað sinn býður Kia uppá Hybrid tæknina, í þetta sinn í nettum sportjeppa sem ber nafnið Niro.

Kia mun koma með nýjan Hybrid bíl á markað í haust en sá ber nafnið Niro. Um er að ræða nettan sportjeppa sem kynntur var til leiks á bílasýningunni í Genf í vor.

Þetta er í annað sinn sem Kia býður upp á Hybrid tæknina í bíl en suður-kóreski bílaframleiðandinn býður upp á Optima í Hybrid útfærslu auk hefðbundinnar gerðar.

Kia Niro hefur verið lengi á teikniborðinu hjá Kia og var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Frankfurt árið 2013 en er nú kominn í framleiðslu.

Kia Niro er straumlínulagaður í hönnun með skörpum og nútímalegum formlínum. Að framan er Niro með ættarmerki Kia sem er Tiger nose grillið. Kia Niro er aðeins minni að stærð en Kia Sportage, sem er vinsælasti sportjeppi suður-kóreska bílaframleiðandans.

Niro er með 1,6 lítra bensínvél og rafmótora og á að menga minna en 90g/km samkvæmt upplýsingum frá bílaframleiðandanum.

Stikkorð: Bílar  • Suður Kórea  • Hybrid  • sportjeppi  • Kia Niro