*

Tölvur & tækni 31. ágúst 2014

Hyperlapse frá Instagram rokkar

Eins og Kubrick sjálfur hafi verið að verki.

Þótt þú hafir lítinn áhuga á nýjum öppum skaltu samt leggja leið þína í App Store og sækja þér Hyperlapse frá Instagram núna. Þetta er forrit sem er ætlað til þess að gera hreyfimyndir þínar betri og það er vægt til orða tekið, að sú ráðagerð gangi upp. Appið er gert til þess að taka myndir með tilteknu millibili og gera úr samfellu og virkar blátt áfram frábærlega í þeim tilgangi, svo vel raunar að það má líka nota það á samfellt myndskeið, en það bræðir myndrammana saman með þeim hætti að allur hristingur hverfur og úr verða myndskeið, sem eru eins og Kubrick sjálfur hafi verið að verki.

Stikkorð: Snjallsímar  • Instagram  • Hyperlapse