*

Bílar 3. júní 2016

Hyundai býr til sportbíladeild

Ný deild sportbíla hefur verið stofnuð hjá bílaframleiðandanum Hyundai.

N er ekki nafnið á nýjum yfirmanni James Bond, njósnara hennar hátignar, heldur ný sportbíladeild sem suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai stofnaði nýverið. 

Fyrsti bílinn sem kemur fram á sjónarsviðið frá þessari nýstofnuðu deild Hyundai verður i30 N. Bíllinn er væntanlegur á markað á næsta ári. Hann verður byggður á nýrri kynslóð i30.

Hinn nýi og sportlegi i30 N verður með tveggja lítra vél sem skilar 259 hestöflum. Hann mun einungis fást beinskiptur til að byrja með en verða svo síðar í boði með sjálfskiptingu. Hyundai horfir á stilla þessum bíl upp gegn Ford Focus ST, Volkswagen Golf GTI og Kia cee'd GT.

Hyundai i30 N á að hins vegar að vera ódýrari en þeir samkvæmt upplýsingum frá suður-kóreska framleiðandanum. Þess má geta að yfirmaður nýrrar sporbíladeildar Hyundai heitir Albert Biermann og kemur frá BMW en þar heitir heitir sportbíladeildin M eins og raunar yfirmaður James Bond.

Stikkorð: Bílar  • Hyundai  • Sportbílar  • Erlent