*

Bílar 13. desember 2011

Hyundai Elantra er eftirsóttasti bíllinn

Fólksbílar eru að meðaltali til í fimmtíu daga hjá bílaumboðum. Hyundai Elantra nær ekki að safna ryki. Hann selst yfirleitt á 10 dögum.

Kóreski fólksbíllinn Hyundai Elantra er vinsælasti bíllinn í Bandaríkjunum í dag, ef marka má umfjöllun bandaríska tímaritsins Forbes um málið.

Í netútgáfu tímaritsins segir að ódýrir fólksbílar hafi notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Enginn hafi þó slegið Hyundai Elantra við í vinsældum, bíllinn sé til hjá umboðum í aðeins tíu daga á meðan meðalbíllinn safnar þar ryki í að lágmarki 50 daga.

Aðrir vinsælir bílar sem tímaritið nefnir eru Chevy Cruze, Ford Focus og Honda Civic.

Stikkorð: Hyundai Elantra