*

Bílar 1. ágúst 2018

Hyundai Kona í Iron Man sérútgáfu

Hyundai hefur kynnt sérstaka útgáfu af sportjeppanum Kona sem kallast Iron Man Edition.

Hyundai hefur kynnt sérstaka útgáfu af sportjeppanum Kona sem kallast Iron Man Edition. Nýja útgáfan er í anda kvikmyndarinnar þar sem skerpt eru á ýmsu í ytra útliti og hönnun farþegarýmisins sem minnir á hetjuna frægu sem bjargaði heiminum. 

Verkefnið er í samstarfi við Marvel Entertainment, dótturfyrirtæki Walt Disney og verður bíllinn framleiddur í mjög takmörkuðu upplagi fyrir þá sem leggja inn pöntun hjá umboðsaðila. Framleiðsla sérútgáfunnar hefst í desember og verða fyrstu eintökin afhent í febrúar eða mars 2019. Eintökin eru boðin á alþjóðamarkaði eins og hægt er að kynna sér á vefsíðunni KonaIronManEdition.com.

Hyundai hefur um árabil átt farsælt samstarf við Marvel Entertainment, þar sem nýir bílar frá fyrirtækinu hafa fengið ýmis gervi í kvikmyndum Marvel. Nýi borgarsportjeppinn Kona hentar sérstaklega vel til þess að draga fram einkenni Iron Man enda nú þegar margt í útliti hans sem minnir á hetju myndarinnar. Kona hefur fengið móttökur meðal yngri bílkaupenda og Kona og er þess vænst að sérútgáfan höfði ekki síst til kvikmyndaaðdáenda Tony Strak sem Iron Man sem Robert Downey Jr. lék svo eftirminnilega.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is