*

Bílar 18. ágúst 2021

Hyundai kynnir nettan Bayon

Hyundai á Íslandi frumsýnir á laugardag fólksbílinn Bayon sem er nýjasta viðbót framleiðandans hér á landi.

Róbert Róbertsson

Bayon er ríkulega búinn bíll með góðri veghæð og hárri yfirbyggingu í ætt við jepplinga, þar sem sest er beint inn og setið hátt og er Bayon því fremur rúmgóður og auðveldur í umgengni. Það á ekki síst við þegar hlaða þarf farangri í 411 lítra farangursrýmið þar sem afturhlerinn opnast einstaklega hátt. Hægt er að stækka farangursrýmið í 1.205 lítra, sem er með því mesta í þessum stærðarflokki.

Einkennismerki Bayon er hið nýja ytra útlit fólksbílalínu Hyundai, þar sem framendinn er sérlega svipsterkur og grípur augað í umferðinni vegna samspils ljósabúnaðar og heildareiningar framendans. Þá er eftirtektarvert hve Bayon hefur háan lægsta punkt sem eru 18,3 cm sem er raunar með því besta sem gerist í stærðarflokknum.

Bakssvipur Bayon ekki síður einkennandi þar sem búmeranglaga afturljósin eru einkennandi ásamt stalllaga afturhleranum en hvort tveggja innrammar sterkaheildarhönnun Bayon.

Hér á landi er Bayon til að byrja með boðinn með snarpri þriggja strokka 100 hestafla bensínvél við sjálfskiptingu og forþjöppu. Bayon er boðinn í tveimur búnaðarútfærslum, Comfort og Style, og er grunnverð bílsins 3.890.000 kr. Frumsýningin á Hyundai Bayon er milli kl 12 og 16 á laugardag.