*

Sport & peningar 30. ágúst 2015

Í dýrlingasölu

Enska knattspyrnufélagið Southampton hefur gengið í gegnum mikinn uppgang undanfarin ár.

Alexander Freyr Einarsso

Nú fer að líða að lokun félagaskiptagluggans í stærstu knattspyrnudeildum heims. Félögin leita hátt og lágt að síðasta púslinu sem vantar til þess að leikmannahópurinn sé tilbúinn að takast á við komandi tímabil. Eðli málsins samkvæmt eru það stærstu og sigursælustu félögin sem eyða að staðaldri hvað hæstum fjárhæðum. Viðskipti þeirra eru með tvennum hætti; þau stunda innbyrðis viðskipti eða þau kaupa skærustu stjörnurnar hjá smærri félögum. Þannig þurfa „litlu“ félögin að sætta sig við það á nánast hverju sumri að missa sína bestu leikmenn.

Eitt af þessum félögum er Southampton, sem hefur viðurnefnið Dýrlingarnir. Margir leikmenn hafa skotist upp á stjörnuhimininn hjá félaginu, sérstaklega undanfarin ár, en þeir eru flestir horfnir á braut. Síðustu fimm ár hafa í raun verið lyginni líkust hjá þessu fornfræga félagi. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni 2005 og spilaði síðan tvö tímabil í þriðju efstu deild á árunum 2009-2011. Southampton stökk hins vegar upp um tvær deildir og sneri aftur í ensku úrvalsdeildina haustið 2012. Þar hefur liðið verið síðan og staðið sig vel, sérstaklega miðað við þá staðreynd að bestu leikmennirnir hverfa á braut á hverju ári.

Sumarið 2014 örlagaríkt

Southampton er uppeldisfélag dýrasta leikmanns sögunnar, Gareth Bale, en félagið seldi hann til Tottenham fyrir litlar 10 milljónir punda árið 2007. Hann u.þ.b. áttfaldaðist í verði þegar hann var keyptur til Real Madrid sumarið 2013. Árið 2006 hafði Southampton selt Theo Walcott til Arsenal fyrir 12,5 milljónir punda og árið 2011 fór Alex Oxlade-Chamberlain sömu leið fyrir 15 milljónir punda. Unglingastarf Southampton hefur á þessari öld verið með því besta á Englandi og skilað frá sér mörgum góðum leikmönnum, líkt og þeim sem nefndir eru hér að ofan. Sumarið 2014 var hins vegar örlagaríkt fyrir Southampton. Frammistaða liðsins á sínu öðru tímabili í úrvalsdeildinni hafði verið hreint með ágætum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð. 


Stikkorð: Luke Shaw  • Southhampton  • Gareth Bale