
Japanski bílasmiðurinn Aspark sýndi mjög áhugaverðan sportbíl á bílasýningunni í Frankfurt. Sportbíllinn ber heitið Owl og er gríðarlega aflmikill. Uglan er hreinn rafbíll. Rafmótorarnir skila 430 hestöflum til allara fjögurra hjólanna og togið er 563 Nm. Uglan er aðeins 2 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og nær 280 km hámarkshraða samkvæmt upplýsingum frá bílaframleiðandanum.
Bíllinn er aðeins 850 kg að þyngd. Uglan er enn á hugmyndastigi en það verður spennandi að fylgjast með hvert framhaldið verður með þennan magnaða bíl. Aspark bílaframleiðandinn er alla vega stórhuga og bindur miklar vonir við Ugluna.