*

Ferðalög & útivist 13. ágúst 2013

Í snjókomu á hálendinu um hásumar

Guðbjörg Edda hjá Actavis segir eftirminnilegustu ferð sína þá þegar hún fór í jeppaferð með fjölskyldunni.

„Ég ferðast mikið, bæði í tengslum við starf mitt auk þess sem við hjónin höfum gaman af að ferðast,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi.

Guðbjörg Edda var spurð út í eftirminnilegustu ferð sína í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Hún sagði: „Ein af minnisstæðari ferðum okkar var farin um verslunarmannahelgi fyrir allmörgum árum. Fjölskyldan var nýbúin að eignast jeppa í fyrsta sinn og ákváðum við að fara yfir Sprengisand. Ekki var ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur farin Gæsavatnaleið að Herðubreiðarlindum. Við vorum í samfloti við aðra fjölskyldu, en ekkert okkar hafði farið um þessar slóðir fyrr. Veðrið var fallegt, þegar lagt var upp í ferðina, og við nutum þess að fara á Sprengisand og njóta mikilfenglegs útsýnis til fjalla. Þegar kom að Gæsavatnaleið vandaðist málið – vegurinn var ekki stikaður og slóðar lágu í allar áttir. Ekki bætti úr skák, að skyndilega fór að snjóa! Það kom blindbylur, svo við sáum þann kostinn vænstan að stoppa meðan bylurinn gekk yfir.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð.