*

Menning & listir 23. febrúar 2013

Bækurnar um Basil ekki upp á marga fursta

Þegar síldarbrælan lagðist yfir Hafnarfjörð á árum áður var gott að loka sig af og lesa sögur um konungur leynilögreglumannanna.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
 - jon@vb.is

Í barnæsku þótti mér fátt skemmtilegra þegar síldarbrælan lagðist yfir bæinn en að draga niður lúguna upp á háaloftið hjá afa og ömmu í Hafn­arfirðinum, kúra mig þar í saggalyktinni og sökkva mér ofan í ævintýrin af kven­hataranum Basil fursta, konungi leyni­ lögreglumannanna.

Titlar bókanna segja sitt um það hvað þetta voru spennandi bækur fyrir tíu ára pjakk. Amma hefur vafalítið þakkað himnaföðurnum fyrir hvíldina frá ungviðinu. Við erum jú að tala um sögur í tugum lausra hefta í litlu broti sem báru titla á borð við Draugahöll­in, Dauðageislar,Maðurinn með tígrisdýrs­ augu, Höll hættunnar og fleiri af svipuðu kalíberi. Börn gátu vel klárað eina bók á stuttum tíma enda síðurnar vart nokkru sinni fleiri en en 80.

Sögurnar af ævintýrum Basil fursta röt­ uðu hingað til lands í gegnum Danmörku, skrifaðar í kringum 1926 en ekki gefnar út hér fyrir en rúmum áratug síðar. Sögusafn heimilanna í Reykjavík gaf út og sá Páll Sveinsson, yfirkennari við Barnaskólann í Hafnarfirði, um að snúa sögunum yfir á íslensku. Sögusafnð var ötult í útgáfu á bókum með skemmtilega titla fyrir fólk á öllum aldri og ægði á útgáfulistanum saman sögum á borð við Kjördóttirin, Synir Birgis jarls, Æskuminningar smaladrengs og Nihilistadrottningin.

En aftur að Basil fursta. Sögurnar komu upphaflega út nokkrar saman í þremur bindum, eitt á ári frá 1939 til 1941. Eftir það komu þær stakar út með myndskreyttum kápum og voru þær í því formi þegar ég kom til sögunnar á háaloftinu í Hafnarfirðinum.

Sögurnar hafa fengið á sig hálfgerðan goðsagnablæ í gegnum tíðina og hefur Megas haldið nafni hans lengi á lífi. Bæk­ urnar á ég enn, nú grafnar ofan í kistu úr dánarbúi afa og ömmu. Annað slagið í nostalgíukasti dusta ég rykið af barn­ æskunni og gref þá ofan í kistuna. Það er gaman um stundarsakir en sviptir um leið hulunni af furstanum og að stundum skuli láta hlutina vera. Bækurnar um Basil eru nefnilega ekki upp á marga fursta.

Stikkorð: Basil fursti