*

Tölvur & tækni 24. október 2012

IBM kynnir nýja stórtölvu á Íslandi

Tæknifyrirtækið IBM setti um 130 milljarða króna í þróun á nýrri risatölvu.

Tækni- og vélbúnaðarrisinn IBM kynnir til sögunnar nýja stórtölvu á ráðstefnu Nýherja í dag. Tölvan ber fremur óþjált nafn, , zEC12.

Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að IBM varði sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 126 milljarða íslenskra króna, í þróun tölvunnar og starfrækti 18 rannsóknastofur við þróun hennar.

zEC12 býður upp á 25% meiri hraða á kjarna (core), meira en 100 kjarna til að skilgreina og 50% meiri heildarafköst en fyrirrennarinn, z196. Þá segir í tilkynningunni að stórtölvur IBM, IBM System z hafi mikið afkastasvið, háan uppitíma og sé þær notaðar fyrir beinlínu- og runuvinnslu, svo sem fyrir bakvinnslu og afgreiðslu í bankaumhverfi hér á landi. Slíkar vélar eru einnig notaðar í öllum helstu fjármálafyrirtækjum heims og þær hafa einstakan uppitíma, eða allt að 99,999%.

Stikkorð: Nýherji  • IBM