*

Tíska og hönnun 1. ágúst 2013

Íbúð eins og engin önnur í Feneyjum

Ef draumurinn er að stíga út á marmarasvalir og horfa yfir allar Feneyjar þá má alltaf fjárfesta í íbúðinni í Palazzo Calbo Crotta höllinni.

Í Feneyjum nálægt Santa Lucia kirkjunni er gullfalleg og óvejulega stór íbúð til sölu. Eignin er 400 fermetrar og hefur verið gerð upp en um leið fær gamli stíllinn að njóta sín eins og sést á myndunum.

Byggingin sem íbúðin er í heitir Palazzo Calbo Crotta og var upphaflega byggð á 14. öld. Í upphafi 17. aldar var byggingin eða höllin réttara sagt, endurgerð og freskur málaðar af Giustino Menescardi árið 1760-1764.

Svalirnar eru úr marmara og hurðirnar sem opnast út á þær eru frá 17. öld. Freskurnar sem má finna í borðstofunni eru þær einu sinnar tegundar í öllum Feneyjum.

Aðalsvefnherbergið snýr út á Grand kanalinn í bænum  og í mörgum vistarverum má finna upprunalegan við og innréttingar. Baðherbergin eru öll úr marmara og innréttingar eru eftir Philippe Starck.

Í íbúðinni er loftkæling, þrjú svefnherbergi, stofur og stórt eldhús. Íbúðin, sem er uppi á þriðju hæð, er rétt við allt það markverðasta í Feneyjum en samt ríkir þar mikið næði. Sjá nánar hér.  

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Heimili  • Feneyjar