*

Hitt og þetta 2. september 2013

Íbúð fyrir stílhreina sjónvarpssjúklinginn sem vill útsýni

Í fallegu fjölbýlishúsi á Miami er stórkostlega hress íbúð til sölu.

Á Miami á Flórída er snotur íbúð til sölu í fallegu fjölbýli. Íbúðin er 290 fermetrar og er með þremur svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum.

Íbúðin er mjög stílhrein og sjónvarpsherbergið er draumur hvers sjónvarpssjúklings með djúpum og góðum sófa og elegant sjónvarpi.

Einkalyfta flytur íbúa upp í íbúðina og í fjölbýlishúsinu er sundlaug og heilsulind. Eignin kostar tæpar 840 milljónir króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Miamí