*

Tíska og hönnun 17. mars 2013

Íbúð gamallar Hollywoodstjörnu til sölu á Manhattan

Gullfalleg íbúð er til sölu á Upper West Side á Manhattan. Íbúðin er í eigu kvikmyndastjörnu sem er fædd og uppalin í New York.

Íbúð sem var í eigu Óskarsverðlauna leikkonunnar Celeste Holm er til sölu á Manhattan í New York. Íbúðin þykir stórkostleg og mjög sjaldgæft er að eignir á þessum stað í þessum klassa séu til sölu. Arkitektarnir Schwartz og Gross teiknuðu húsið árið 1910 og þykir húsið flott dæmi um Beaux Art stílinn. 

Herbergin eru stór og þykja minna á gamla tíma. Rúður eru steindar, rósettur í loftum, stórir gluggar (sem er sjaldgæft í svona gömlum íbúðarhúsum á Manhattan), mikil lofthæð og margt upprunalegt í innréttingunum. 

Í íbúðinni snýr aðalsvefnherbergið út að Central Park og íbúðin þykir ein sú flottasta á Manhattan ef marka má fasteignasöluna. Hún kostar 1,5 milljarð króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Manhattan
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is