*

Tíska og hönnun 1. júní 2013

Íbúð í Chelsea sem hefur allt

Íbúð á besta stað í London, með bílskýli, lokuðum garði og fyrsta flokks hönnun er til sölu fyrir 33 milljónir dala.

Fyrir fólk sem vill hafa hlutina í lagi þá er ágætis íbúð til sölu í Chelsea hverfinu í London.

Íbúðin er 630 fermetrar að stærð. Lokaður garður fylgir íbúðinni og einnig stór sameiginlegur garður með öllum hinum fínu íbúunum í húsalengjunni. Tvöfalt bílaskýli og einkalyfta fylgir eigninni og öryggisvakt er allan sólarhringinn.

 Íbúðin hefur nýlega við tekin í gegn af fyrirtækinu Finchatton. Í íbúðinni eru m.a. fjögur svefnherbergi, fjögur baðherbergi, fataherbergi, borðstofa, líkamsræktarherbergi, bíóherbergi og stórt móttökuherbergi.

Íbúðin kostar rúmlega fjóra milljarða króna. Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • London  • Chelsea