*

Tíska og hönnun 25. júní 2013

Íbúð í hjarta Barcelona

Ein eftirsóttasta eign Barcelona er til sölu. Íbúðin minnir frekar á listasafn en heimili þar sem falleg smáatriði skreyta hvern einasta fermetra.

Íbúð byggð árið 1906 í hjarta Barcelona er til sölu. Húsið var byggt sama ár og Casa Batlló eftir Gaudí. 

Íbúðin er staðsett við Paseo de Gracia og þykir einn af gullmolum borgarinnar í arkitektúr. Hún er algjört listaverk og býr yfir miklum lúxus.

Þessi íbúð er 700 fermetrar og er nýuppgerð. Komið er inn í stórt hol og þaðan er gengið inn í stofu og borðstofu. Í íbúðinni er eldhús, bókasafn, skrifstofa, fimm svefnherbergi, lítil íbúð fyrir þjónustufólk og fimm baðherbergi. Úti á veröndinni er gosbrunnur. Hver einasti fermetri í íbúðinni er fallega hannaður.

Íbúðinni fylgja fjögur stæði í bílageymslu en þaðan er hægt er að komast upp í íbúðina með lyftu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Fyrir áhugasama þá má finna nánari upplýsingar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Barcelona  • Fasteignir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is