*

Tíska og hönnun 26. júlí 2013

Íbúð sem var einu sinni leikhús í Flórens

Í Flórens er falleg íbúð til sölu í byggingu sem er frá 1420. Íbúðin er á tveimur hæðum og var einu sinni leikhús.

Íbúð sem nýlega var gerð upp er nú til sölu í sögufrægri byggingu í Flórens á Ítalíu. Byggingin var teiknuð af Brunelleschi árið 1420. Íbúðin var einu sinni leikhús þar sem sýndar voru óperur.

Gengið er í gegnum ótrúlega fallegan hallargarð og þaðan inn í íbúðina. Á neðri hæðinni er lofthæðin sjö metrar. Þar er móttökusalur, bókasafn og svefnherbergi sem er skreytt freskum. Þrjú baðherbergi eru á hæðinni.

Á efri hæðinni er stofa, borðstofa, eldhús, kokteilbar og kaffibar. Frá efri hæðinni er horft niður í stofuna á neðri hæðinni.

Íbúðin var gerð upp árið 2011 og er öll hönnun og húsgögn mjög smekkleg. Húsgögnin eru frá Van Der Rohe, Eames og Le Corbusier í bland við sófa og styttur frá 17. öld. 

Íbúðin kostar 718 milljónir króna og er 320 fermetrar. Fleiri myndir má finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ítalía  • Fasteignir  • Flórens