*

Tíska og hönnun 2. maí 2013

Íbúð tískudrottningar í París

Í gullfallegri íbúð í París sátu gestir eins og Yves Saint Laurent og Hubert de Givenchy og sötruðu kampavín alla daga. Íbúðin er nú til sölu.

Íbúð sem eitt sinn var í eigu Héléne Rochas tískudrottningar er til sölu í París. Héléne var eiginkona franska tískuhönnuðarins Marcel Rochas sem stofnaði tískuhúsið Rochas árið 1925 og opnaði sína fyrstu búð 1930 í París.

Íbúðin er á jarðhæð í húsi sem var byggt 1862. Íbúðin er 400 fermetrar og samanstendur af móttökuholi, þremur stofum með 4 metra lofthæð, tveimur svefnherbergjum og einu aðalsvefnherbergi. Garðurinn er fallegur en í honum eru aðeins hvít blóm.

Héléne og Marcel kynntust í seinni heimstyrjöldinni í París. Hún var fyrirsæta og dansari í óperunni og þótti ein fegursta kona Parísar. Hún var honum innblástur í allri hans hönnun og var aðeins sautján ára þegar þau giftust.

Tískuveldi hjónanna varð fljótt vinsælt og varð um leið uppáhald leikkvenna á borð við Marlene Dietrich og Carole Lombard.

Héléne tók við stjórninni þegar eiginmaður hennar dó árið 1955 og var fyrsta konan í Frakklandi sem stýrði svo stóru fyrirtæki. Hún var mjög fræg og virt í listaheiminum og Andy Warhol gerði til dæmis mynd af henni 1976.

Það var í þessari íbúð sem Heléné tók á móti frægum vinum úr tískuheiminum eins og Oscar de la Renta, Yves Saint Laurent og Hubert de Givenchy.

Íbúðin kostar 22 milljónir dala. Nánar um íbúðina hér

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • París