*

Ferðalög & útivist 4. nóvember 2012

Íbúðaskipti vinsæl

Ferðalög með íbúðaskiptum geta lækkað kostnað verulega.

Ferðalög með íbúðaskiptum njóta töluverðra vinsælda og hafa gert á síðustu árum. Fjölmargar síður bjóða upp á miðlun íbúðaskipta gegn gjaldi og valkostirnir eru margir. „Það er hægt að gera þetta á marga vegu. Auðveldast er að skrá sig á einhverja af þeim síðum sem halda sérstaklega um íbúðaskipti. Þá fæst aðgangur að kerfi þar sem hægt er að bæði auglýsa sína íbúð og segja til um óskir sínar,“ segir Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur sem heldur úti ferðasíðunni ferdalangur.net. Margrét hefur tvívegis átt í íbúðaskiptum auk þess sem hún hefur kynnt sér leiðina í tengslum við heimasíðu sína.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: ferðalög