*

Bílar 26. apríl 2021

ID.4 valinn Heimsbíll ársins

Volkswagen ID.4 sigraðist á harðri samkeppni í hinum alþjóðlegu verðlaunum Heimsbíll ársins.

Róbert Róbertsson

Volkswagen ID.4 sigraðist á harðri samkeppni í hinum alþjóðlegu verðlaunum Heimsbíll ársins sem haldin voru í 17. skipti í lok síðustu viku. Fleiri en 90 alþjóðlegir bílablaðamenn frá 24 löndum kynna Heimsbílinn og greiða atkvæði um bestu nýjungarnar á heimsmarkaðnum. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 var afhending verðlauna fyrir Heimsbílinn rafræn þetta árið.

Það má með sanni segja að ID.4 setji viðmiðin í stafrænni tækni. Bílinn er hægt að uppfæra reglulega og innleiða í hann nýja virkni. Volkswagen er fyrsti framleiðandinn til að að bjóða upp á þetta frá og með næsta sumri. Bíllinn er ávallt uppfærður. Þetta er afar mikilvægur eiginleiki til að greiða fyrir nýjum viðskiptum.

Volkswagen stefnir að því að afhenda um 150.000 ID.4 bíla á heimsvísu á þessu ári. Stórsókn til rafaksturs er grunnþátturí stefnu Volkswagen. Fyrirtækið stefnir að því að koma með a.m.k. einn alrafdrifinn bíl á markaðinn á hverju ári.

Dómnefndin lofaði þann eiginleika ID.4. að hann veldur engum beinum útblæstri. AR-skjár í höfuðhæð er valbúnaður. Hann getur varpað mikilvægum upplýsingum á framrúðuna, til dæmis beygjuörvum úr leiðsagnarkerfinu. Ökumaðurinn sér þessar upplýsingar í þrívíddarmynd í þriggja til tíu metra fjarlægð fyrir framan bílinn. Þetta þýðir að skjárinn er fullkomlega aðlagaður að umhverfinu fyrir utan bílinn. Þegar ACC-kerfi þ.e. hraðastillirinn eða akstursaðstoðin eru virk þá er bíllinn fyrir framan ID.4 upplýstur með ljósamerkingum í gegnum skjáinn í höfuðhæð frá tilteknum hraða til að viðhalda æskilegri fjarlægð.