*

Tölvur & tækni 25. nóvember 2015

IKEA þróar borð sem hjálpar við eldamennskuna

Nýtt tæknivætt eldhúsborð ber kennsl á hráefnin þín og mælir með uppskriftum út frá því sem þú átt í ísskápnum.

Nú hannar sænska fyrirtækið borð sem getur hjálpað þér við eldamennskuna. 

Þú einfaldlega leggur þau hráefni sem þú átt til í ísskápnum á borðið, og myndskanni metur hvaða hráefni þú hefur. Því næst færðu upplýsingar myndvarpaðar beint á borðið um hvað þú gætir eldað með þessu tiltekna hráefni. 

IKEA hefur varið rúmum tveimur árum með hönnunarfyrirtækinu Ideo að þróa hugmyndir varðandi eldhússiði framtíðarinnar.

Borðið sjálft gæti svo falið sérstakar leiðslur undir viðarplötunni, sem gætu svo hitað pönnur eða hlaðið farsíma. Borðið er hannað til að hjálpa fólki að ráðstafa matnum sem til er á betri hátt, til að draga úr sóun.

Stikkorð: Matur  • IKEA  • Tækni  • Borð  • Eldamennska