*

Menning & listir 18. júní 2018

Incredibles 2 slær met

Engin teiknimynd hefur áður grætt svo mikið á frumsýningarhelgi í Bandaríkjunum.

Teiknimyndin Incredibles 2, nýjasta myndin frá Disney og Pixar, var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum nýliðna helgi. Myndin fékk vægast sagt góðar móttökur og til marks um það þá skilaði myndin 180 milljónum dollara í kassann í gegnum miðasölu í Bandaríkjunum. Engin teiknimynd hefur áður grætt svo mikið á frumsýningarhelgi þar í landi, en Incredibles 2 bætti metið um 45 milljónir dollara. Teiknimyndin Finding Dory átti áður metið. Þetta kemur fram á vef CNN.

Á heimsvísu hefur Incredibles 2 grætt 231,5 milljón dollara á miðasölu. 

Stikkorð: Disney  • Incredibles 2  • Pixar