*

Bílar 20. nóvember 2015

Infiniti stefnir hátt

Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infiniti stefnir á samkeppni við Benz og Porsche með nýjum hugmyndabíl.

Ekki er nóg með að Infiniti hafi svipt hulunni af hinum glæsilega Q80 hugmyndabíl í haust, heldur ætlar framleiðandinn nú að gera enn flottari bíl sem á að keppa við Mercedes-Benz S-Class og Porsche Panamera.

Infiniti, sem er í eigu Nissan, frumsýndi Q80 hugmyndabílinn á bílasýningunni í Frankfurt í haust og fékk hann verðskuldaða athygli fyrir fallega hönnun og glæsileika. 

Sportbíllinn er á hugmyndastiginu með þriggja lítra V6 vél með tvöfaldri túrbínu sem skilar 550 hestöflum. Eyðslan á að vera frá 5,5 lítrum á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðandanum og mengunin frá 129 g/km.

Bifreiðin verður byggð á Q80 bílnum en verður tvinnbíll þ.e. bæði með brunavél og rafmótor. Tvinnvélin á að skila 550 hestöflum en aðrar upplýsingar hafa ekki komið fram. 

Þetta verður þá fyrsti hybrid bíllinn sem Infiniti framleiðir en þeir eru að verða mjög vinsælir hjá mörgum bílaframleiðendum um þessar mundir.

Stikkorð: Bílar  • Hugmyndabíll  • Infiniti
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is