*

Tíska og hönnun 24. maí 2017

INKLAW og Cintamani leiða hesta sína saman

Í dag kynna Cintamani og íslenska götutískumerkið INKLAW vörulínuna INKLAW X Cintamani.

Pétur Gunnarsson

Í dag kynna Cintamani og íslenska götutískumerkið INKLAW vörulínuna INKLAW X Cintamani í verslun Cintamani í Bankastræti 7 að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Fyrirtækin tvö tóku bæði þátt í Reykjavík Fashion Festival í kjölfarið hófst samtal á  milli aðilanna tveggja og fljótlega hófu Cintamani og INKLAW að skiptast á hugmyndum auk þess að INKLAW opnuðu pop-up verslun í fyrsta sinn í raunheimum en áður höfðu þau selt vörur sínar á netinu. 

„Nú er komið að því að dýpka samstarfið enn frekar því strákarnir í INKLAW hafa undanfarið unnið að því í samstarfi við Cintamani að setja svip sinn á nokkrar af vörum fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. INKLAW X Cintamani línan verður kynnt í dag í Bankastræti 7 klukkan 17.00. Léttar veitingar og ljúfir tónar.

„Útkoman er bæði spennandi og glæsileg, enda er það ekki á hverjum degi sem rótgróið útivistarmerki hefur samstarf með ungu götutískufyrirtæki. Flíkur INKLAW eru allar handgerðar og mynstrin handmáluð með málningu og gefst viðskiptavinum því ekki einungis kostur á að nálgast á hágæða útivistarfatnað heldur einnig einstaka hönnunarvöru – allt í sömu flík,“ að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur.  

Stikkorð: Cintamani  • samstarf  • INKLAW