*

Hitt og þetta 28. júlí 2013

Innipúkinn á Faktorý, Fellagörðum og Kex hostel í ár

Innipúkinn verður með fjölbreyttu sniði í ár. Fjör á Faktorý á kvöldin, hressleiki í Fellagörðum og fjölskylduball á Kex.

 Innipúkinn verður með breyttu sniði í ár en hann verður haldinn á Faktorý á föstudags- og laugardagskvöld. Faktorý lokar um miðjan ágústmánuð svo skipuleggjendum Innipúkans fannst tilvalið að halda Innipúkann þar, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Einnig verður opið út í Hjartagarðinn út frá Faktorý.

Á laugardagseftirmiðdeginum verður sérstakt „off venue“ á Innipúkanum í ár í Fellagörðum en þar verður Rykkrokk hátíð. Rykkrokk var síðast haldið 1995 og verður dagskráin klæðskerasniðin nútímanum með nostalgíu ívafi. Frítt er á þetta og eru innipúkar úr öllum hverfum Reykjavíkur hvattir til að koma upp í Fellagarða.

Á sunnudagseftirmiðdeginum verður fjölskylduball og grillveisla á Kex á nýja útisvæði þeirra, Vitagarði. Innipúkar af öllum stærðum og gerðum munu dansa þar á sérstöku dansiballi í Vitagarðinum. Ef það rignir verður ballið haldið innandyra. Aðgangur á fjölskylduballið er ókeypis.

Stikkorð: Kex Hostel  • Fellagarðar  • Faktorý  • Innipúkinn