*

Tölvur & tækni 13. október 2012

Innleiðing Windows 8

Windows 8 kemur í lok mánaðarins. Er tímabært fyrir fyrirtæki að taka þessa nýjustu útgáfu Windows í notkun?

Nú styttist óðum í að Microsoft setji Windows 8 á markað, en stóri dagurinn er föstudagurinn 26. október. Óhætt er að segja að nokkur eftirvænting ríki, enda er þetta mesta viðmótsbreyting í sögu útbreiddasta stýrikerfis heims, mjög í takt við nýja tíma. Vafalaust eiga margir eftir að skipta yfir á fyrsta degi (ekki síst þeir sem notast hafa við tilraunaútgáfurnar með góðum árangri undanfarna mánuði), en er tímabært fyrir fyrirtæki að skipta yfir í Windows 8?

Vegna tilraunaútgáfanna er komin nægjanleg reynsla af Windows 8 til þess að hver sem er hefur getað lagt mat á kosti stýrikerfisins sem slíks. Eins þurfa menn ekki endilega að gæta sömu varúðar og ella, bíða með uppfærslu fram að fyrstu stóru lagfærslu (SP1) og þar fram eftir götum. Fyrir fyrirtæki er talsverður, mælanlegur ávinningur af því að vera með nýleg stýrikerfi, en fyrir UT- deildina skiptir máli að sá umbúnaður sé ekki flóknari en hann þarf að vera (og sá siður að menn komi með eigin tæki í vinnuna einfaldar lífið ekki).

Það kostar sitt að þurfa að sinna Windows XP, Windows Vista, Windows Mobile, Windows 7, Mac OS X, iOS, Android og Blackberry, hvort sem það er gert af fámennri tæknideild eða í útvistun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Microsoft  • Windows 8