*

Sport & peningar 3. janúar 2016

Innrásin í Kína

Þrír leikmenn sem gengu til liðs við kínversk félög á árinu eru allir á meðal sex launahæstu íslensku knattspyrnumannana.

Róbert Róbertsson

Eiður Smári Guðjohnsen er nú aftur meðal hæst launuðu íþróttamanna þjóðarinnar. Eiður gekk til liðs við kínverska úrvlasdeildarliðið Shijiazhuang Ever Bright á árinu og er með um 110 milljónir í árslaun hjá kínverska liðinu. Eiður var lengi langlaunahæsti íþróttamaður Íslands þegar hann lék með Chelsea, Barcelona og síðar Mónakó en Gylfi Þór Sigurðsson tók síðan yfir efsta sætið og hefur haldið því undanfarin þrjú ár eftir veru sína hjá Tottenham og Swansea.

Athygli vekur að þrír leikmenn sem gengu til liðs við kínversk félög á árinu eru allir í efstu sex sætum listans yfir launahæstu knattspyrnumenn landsins. Viðar Örn Kjartansson, framherjinn snjalli frá Selfossi, er hástökkvari ársins í launum íslenskra íþróttamanna en hann meira en fjórfaldaði laun sín þegar hann gekk til liðs við Jiangsu Guoxin- Sainty í Kína frá Våleranga í Noregi. Viðar Örn var með um 24 milljónir í árslaun í Noregi en fær nú um 130 milljónir hjá Jiangsu Guoxin-Sainty. Sölvi Geir Ottesen gekk til liðs við Sainty frá rússneska liðinu FK Ural og hækkaði aðeins í launum en hann var þó á mjög góðum launum í Rússlandi. Sama má segja um félaga hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, sem leikur með FK Krasnodar í Rússlandi.

Nánar er fjallað um málið í tímaritinu Áramót sem kom út 30. desember síðastliðinn. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.