*

Tölvur & tækni 3. mars 2013

Instagram komið með 100 milljónir notenda

Myndavefurinn Instagram náði 100 milljóna takarmarkinu nú stuttu eftir tveggja ára afmæli vefsins.

Instagram myndavefurinn tilkynnti á þriðjudaginn að hann væri kominn með 100 milljónir notenda. Myndavefurinn náði þessu takmarki sínu nú stuttu eftir tveggja ára afmæli sitt.

Vinsældir Instagram, sem er samfélagsvefur þar sem fólk tekur myndir og deilir með símtæki, hafa ekki dalað þrátt fyrir ákveðið bakslag fyrir tveimur mánuðum.

Þá tilkynnti fyrirtækið að það ætti í raun einkarétt á myndum sem fólk væri með inni á sínu instagram-svæði og því gæti Instagram selt myndirnar og deilt til auglýsenda.

Fjöldi notenda, þar á meðal frægir einstaklingar á borð við Kim Kardashian, hótaði í kjölfarið að hætta að nota Instagram. Instagram lofaði því að hætta við áformin og hefur fullvissað notendur að sala á myndum eða annað væri ekki á döfinni.

Stikkorð: Instagram